Gisting

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er svipmikið hótel með öllum nútímaþægindum en um leið er það hlýlegt og umvefjandi.

Á Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir eru 46 falleg og vel búin herbergi. Sameiginlegt rými er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.

Herbergin

 • 4 eins manns herbergi (Standard)
 • 17 tveggja manna herbergi (Standard)
 • 17 tveggja manna herbergi (standard með útsýni)
 • 2 tveggja manna herbergi þar sem gæludýr eru leyfð
 • 4 „Superior“ tveggja manna herbergi
 • 2 Delux tveggja manna herbergi (eitt með útsýni)

Hægt er að fá barnarúm (0-2 ára) í öll herbergi án endurgjalds.

6 af herbergjunum eru hönnuð með þarfir fatlaðra í huga.

Aðstaða á herbergjum

 • Víð fjallasýn og hluti herbergja snýr að Lagarfljóti*.
 • Viðargólf
 • Seturými
 • Baðherbergi með sturtu
 • Þráðlaust net (Wi-Fi) gjaldfrjálst
 • Gervihnattasjónvarp
 • Sími
 • Te- og kaffiáhöld
 • Straujárn og –bretti
 • Hárblásari

*Unnt er að bóka sérstaklega herbergi með útsýni yfir hið stórfenglega Lagarfljót, gegn aukagjaldi.

Er tilefnið sérstakt?

Hægt er að óska eftir að herbergi verði undirbúið sérstaklega af ákveðnu tilefni, til að gera dvölina enn ánægjulegri. Sem dæmi um þetta má nefna herbergi brúðhjóna.

Listi yfir viðbót við herbergið

Opnunartími

Hótelið er opið alla daga ársins, nema 23-26 des. & 30.des-2 jan.

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er reyklaust hótel.

Gæludýr eru ekki leyfð innanhúss.