Gisting
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er svipmikið hótel með öllum nútímaþægindum en um leið er það hlýlegt og umvefjandi.
Á Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir eru 50 falleg og vel búin herbergi. Gestir geta valið hvort heldur er um vel búin og rómantísk antík-herbergi eða nútímaleg og stílhrein herbergi. Sameiginlegt rými er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.
Herbergin
- 4 eins manns herbergi (Standard)
- 31 tveggja manna herbergi (Standard)
- 9 tveggja manna herbergi (Standard twin lake view)
- 2 þriggja manna herbergi (Standard)
- 4 „Superior“ tveggja manna herbergi
Hægt er að fá barnarúm (0-2 ára) í öll herbergi án endurgjalds.
6 af herbergjunum eru hönnuð með þarfir fatlaðra í huga.
Aðstaða á herbergjum
- Víð fjallasýn og hluti herbergja snýr að Lagarfljóti*.
- Viðargólf
- Seturými
- Baðherbergi með sturtu
- Þráðlaust net (Wi-Fi) gjaldfrjálst
- Gervihnattasjónvarp
- Sími
- Te- og kaffiáhöld
- Straujárn og –bretti
- Hárblásari
*Unnt er að bóka sérstaklega herbergi með útsýni yfir hið stórfenglega Lagarfljót, gegn aukagjaldi.
Er tilefnið sérstakt?
Opnunartími
Hótelið er opið alla daga ársins
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er reyklaust hótel.
Gæludýr eru ekki leyfð innanhúss.