SÆKJA MATSEÐIL
SÆKJA BARNAMATSEÐIL
SÆKJA VÍNLISTA
SÆKJA Barseðil

Á Gistihúsinu – Lake Hotel Egilsstadir er vandaður og framsækinn veitingastaður, Eldhúsið Restaurant, sem hefur bæði séríslenska og alþjóðlega matargerð á boðstólum. Þjónustan er persónuleg og hráefnið í matargerðina ferskt, staðbundið og af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni. Veitingastaðurinn tekur allt að 120 manns.

Hjá okkur eru metnaður og alúð megineinkenni Eldhússins; líkt og hótelið sjálft er matargerð þess sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt samhengi svo útkoman verður eftirminnileg.

Við berum mikla virðingu fyrir hráefninu. Það er mest allt íslenskt og fengið úr okkar nánasta umhverfi. Við erum stolt af íslenskum landbúnaði og viljum kynna þá sem okkur eru næst með því að nýta afurðir þeirra. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt Eldhússins.

Það er ósk okkar að þið njótið ástúðlegrar matargerðar og góðrar þjónustu í einstöku umhverfi veitingastaðarins Eldhússins Restaurant og að stundin verði ykkur eftirminnileg.

Opnunartímar

  • Morgunverður alla daga kl. 07:00 – 10:00.
  • Veitingastaðurinn Eldhúsið – Restaurant er opinn alla daga 11:30 – 22:00.

Borðapantanir í síma 471 – 1114 eða hér til vinstri á vefsíðunni, undir „bóka borð“.