Á jarðhæð Gistihússins – Lake Hotel Egilsstadir er heilsulindin Baðhúsið – Spa með heitri smálaug (40°C),  mildri sánu sem sameinar kosti eimbaðs og gufubaðs þar sem hitastigið er um 65°C og rakastigið um 60%, köldum potti (10°C) og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt  útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá baðslopp og handklæði til afnota. Panta má veitingar af sérstökum SPA-seðli sem liggur frammi.

Vinsamlegast athugið að engin ábyrgð er tekin á lausamunum gesta meðan á dvöl stendur. Aldurstakmark í Baðhúsið – Spa er 12 ára.

Opnunartími

Alla daga frá kl. 10:00-22:00.

Bókanir

Nauðsynlegt er að bóka tíma fyrirfram í Baðhúsið – Spa í síma 471-1114.

Bóka má Baðhúsið – Spa fyrir hópa.Við tökum vel á móti t.d. vinahópum, saumaklúbbum, vinnufélögum og pörum. Tilvalið fyrir árshátíðarhópa.

Verð

Aðgangseyrir að Baðhúsinu – Spa er 4.000 kr. og hótelgestir greiða 2.000 kr. Tilboð eru gerð til hópa ef þess er óskað.

Leitið frekari upplýsinga hjá starfsfólki okkar!

SPA- léttir réttir og drykkir