Starfsumsókn
Vilt þú starfa á rómuðu og gamalgrónu hóteli í hjarta Austurlands?
Hefur þú metnað til að veita afburðaþjónustu?
Vilt þú vera hluti af fjölskyldunni við Fljótið?
Ef svo er áttu heima hjá okkur.
Við leggjum áherslu á vandað starfsmannaval
Starfsfólk Gistihússins – Lake Hotel Egilsstaðir þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, heiðarleika, jákvæðu viðmóti, góðri færni í mannlegum samskiptum og hafa frumkvæði og metnað í starfi. Íslenskukunnátta er skilyrði og þekking á öðrum tungumálum er mikill kostur. Starfsfólk okkar þarf að vera tilbúið til að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í lifandi, fjölþjóðlegu umhverfi og vera hluti af sterkri heild.
Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðningum er lokið. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði, en eftir þann tíma er þeim eytt. Kjósi umsækjandi að umsókn verði eytt innan þess tíma skal senda tölvpóst á netfangið hulda<hjá>gistihusid.is. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega fylltu út umsóknarformið hér að neðan.
Um starfsemina
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir er fjölskyldurekið hótel með 46 herbergjum, 120 sæta veitingastaðnum Eldhúsinu og heilsulindinni Baðhúsið Spa. Hótelið setur í öndvegi að veita viðskiptavinum góða og persónulega þjónustu, þar sem traust og gæði eru í forgrunni.
Á hótelinu starfar úrvalshópur sem ber virðingu fyrir bæði viðskiptavinum og samstarfsfólki og hefur að sameiginlegu markmiði að leysa þjónustuna óaðfinnanlega úr hendi. Öflugir starfsmenn eru lykillinn að góðum rekstri og vandaðri þjónustu Gistihússins, en hér starfa að meðaltali 14 manns árið um kring og 40 á sumrin.
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar.
Eldhúsið – Restaurant
Veitingastaður hótelsins, Eldhúsið – Restaurant, hefur getið sér orðs og eru metnaður og alúð þar allsráðandi. Matargerðin er sprottin úr traustum hefðum, en hráefnin gjarnan sett í nýtt og framsækið samhengi. Hráefni er ætíð fyrsta flokks, að mestu íslenskt, gjarnan lífrænt og oft fengið úr næsta nágrenni, enda er leitast við að nýta og kynna afurðir úr héraði. Þriggja rétta kvöldverðurinn Beint frá býli er stolt eldhússins.
Baðhúsið – Spa
Glæsileg heilsulind, Baðhúsið – Spa, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi.
Hjarta Austurlands
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir stendur á bökkum hins mikla og fagra Lagarfljóts við Egilsstaði og er þannig miðsvæðis á Austurlandi. Hótelið liggur vel við samgöngum í lofti, á láði og legi og er t.d. aðeins klukkustundarlöng ferð flugleiðis milli Reykjavíkur og Egilsstaðaflugvallar, en hótelið er þar skammt frá. Það er einnig upplagt sem miðpunktur ferða um austurhluta Íslands, allt frá hálendi til strandar. Fjölbreytt afþreying er í boði á svæðinu.
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er svipmikið hótel með öllum nútímaþægindum en um leið er það hlýlegt og umvefjandi. Hótelið er innan vébanda félagsins Ferðaþjónustu bænda. Starfsfólk er um 40 manns; einvalalið sem hefur vellíðan og ánægju gestanna í fyrirrúmi.
Verið velkomin að njóta gestristni og góðs aðbúnaðar
í fögru umhverfi við Lagarfljót.